Tækjaleigan er með fjögur leitarljós 4 kw sem henta vel til að lýsa upp í næturhimininn fyrir hinar ýmsu uppákomur.

DMX
4K Xenon Leitarljós

 

Manual
4K Xenon Leitarljós

Leitarljósin eru einföld í notkun en sjást langt að á næturhimninum, sérstaklega ef smá mistur er í loftinu. Smá súld gefur bara sterkari geisla. Tilvalið fyrir þá sem eru með samkvæmi eða uppákomu sem gestirnir eiga að finna auðveldlega. Gerir aðkomuna að viðburðinum meiri. Leitarljósin virka því betur því meira sem myrkrið er.

Manual leitarljósin eru sérstaklega einföld í notkun og ódýrari í leigu. Hallinn á ljósgeislanum er stilltur og þegar ljósið er sett í gang þá snýst hann fram og aftur og teiknar hringi á himininn.

DMX leitarljósin er hægt að forrita með þannig að geislinn fari nánast hvert sem er. Þessi ljós henta vel þar sem á að undirstrika hluti í umhverfinu svo sem skilti eða bygginguna á staðnum þar sem viðburðurinn er. Einnig er hægt að forrita saman tvö DMX ljós þannig að þau vinni saman.

  Ljósaskipti ehf. skrifstofa

  Melgerði 2,
  200 Kópavogur
  Ath., eingöngu tímapantanir
    897-0899
    twilight@twilight.is

  Ljósaskipti ehf. - Tækjaleiga

  Melgerði 2, 200 Kópavogi
  Ath. ,  Opið eftir samkomulagi
    897-0899

    twilight@twilight.is