Ljósaskipti ehf. rekur tækjabíl með stórum tækjapakka á hagstæðu verði. Vel skipulagður og gott að vinna út úr.
Tilvalinn í hin ýmsu verkefni þar sem þarf góðan tækjapakka. Góður grunnpakki með flestu sem menn eru vanir að hafa með í tökur, hvort sem það eru auglýsingar, myndbönd eða bíómyndir.
Grunnpakkinn er með yfir 80% afslætti frá listaverði.
Bíllinn er vel skipulagður og auðvelt er að vinna út úr honum. Tækjum hefur verið komið fyrir á skipulegan hátt þannig að auðvelt er að finna þau og grípa þau til að nota. Flest tækin eru á hjólaeiningum þannig að auðvelt er að taka þau út úr bílnum á tökustað og fara með inn í hús eða studio.
MB Atego tækjapakkinn hentar vel fyrir stærri verkefni. Bíllinn er þannig frágenginn að hægt er að hafa hita í tækjakassanum allan sólarhringinn sem er sérstaklega hentugt í umhleypingaveðri á Íslandi. Tæki og crew frjósa ekki og snjór og rigning þiðna og gufa upp. Einnig hefur verið lagt rafkerfi í bílinn, þannig að einfalt er að tengja hann í rafmagn og hlaða rafhlöður eða hafa önnur tæki í sambandi allan sólarhringinn.